Fréttir

Frjálsíþróttaþing þakkar Skagfirðingum

Meðal samþykkta Frjálsíþróttaþings um sl helgi var eftirfarandi ályktun: "54. þing FRÍ.... fagnar stórhug Skagfirðinga og þakkar stuðning við frjálsar íþróttir. Bygging frjálsíþróttavallar á Sauðárkróki er lyftistöng fyrir traust uppbyggingarstarf í frjálsum íþróttum í Skagafirði."
Lesa meira

Gunnar og Páll héraðsmeistarar í bridge

Gunnar Þórðarson og Páll Hjálmarsson tryggðu sér í gær héraðsmeistaratitilinn í bridge en síðustu fjórar umferðirnar voru spilaðar þá.
Lesa meira

Aðalfundur UÍ Smára

Í gærkvöldi var aðalfundur Smára haldinn á Löngumýri. Breytingar urðu í stjórn og nýr formaður Guðmundur Þór Guðmundsson tók við af Kristínu Jóhannesdóttur sem verið hefur formaður undanfarin ár.
Lesa meira

Undirbúningi fyrir landsmótin miðar ágætlega

Í herbúðum UMSS er undirbúningur fyrir landsmótin á mikilli siglingu. Landsmótsnefnd UMSS var sett á laggirnar fyrir jól og hefur haldið 3 fundi. Fulltrúar í henni eru frá öllum aðildarfélögum innan UMSS auk tveggja stjórnarmanna UMSS. Vinna nefndarinnar felst helst í því að hvetja sitt fólk til þátttöku og vinnu á báðum landsmótunum í sumar.
Lesa meira

Ársþing UMSS

Vel heppnað ársþing UMSS var haldið í Melsgili í kvöld kl 20 í boði Íþróttafélagsins Grósku. Á þinginu var Haraldur Þór Jóhannsson endurkjörinn formaður og tveir aðrir í stjórn voru kosnir Steinunn Hjartardóttir og Margrét Stefánsdóttir. Margrét kemur ný inn í stjórnina. Fyrir sitja Guðmundur Þór Guðmundsson og Hjalti Þórðarson
Lesa meira

UMSS með styrk úr verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ

UMSS fékk í dag styrk úr verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ. UMSS óskaði eftir styrk úr verkefnasjóði að upphæð kr. 150.000.- til að taka saman öll merki aðildarfélaga UMSS og koma þeim á tölvutækt form. Hugmyndin er að gefa úr bækling með merkjum félagana og helstu upplýsingum um þau og dreifa honum til landsmótsgesta. Samþykkt að veita 100.000 kr.
Lesa meira

Ársþing UMSS

84. Ársþing UMSS - 27.febrúar 2004
Lesa meira

Aðalfundur umf Neista

Aðalfundur Neista var haldin í gærkvöldi. Litlar breytingar voru gerðar á stjórn félagsins en Kristján Jónsson verður áfram formaður eins og sl tvö ár. Ný inn í stjórn í stað Auðar Birgisdóttur kemur Ingibjörg Halldórsdóttir. Aðrir í stjórn eru Anna Freyja Vilhjálmsdóttir, Jóhann Sigmarsson og Hjalti Þórðarson.
Lesa meira

Kári Steinn með íslandsmet

Kári Steinn Karlsson varð fyrstur keppenda UMSS til að setja íslandsmet á árinu en hann hljóp í gær 3000 m á 8.57.11 mín í Pallas Spelen í Malmö. Kári sló þar með eigið Íslandsmet í drengjaflokki, 9.19.57 mín, en það setti hann í Stokkhólmi 1. mars 2003.
Lesa meira

Íþróttamaður Skagafjarðar 2003

Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona úr Tindastóli var í dag útnefnd íþróttamaður Skagafjarðar árið 2003. Á árinu stóð Sunna sig einstaklega vel, setti íslandsmet í langstökki utanhúss 6,30 m, íslandsmet í langstökki innanhúss 6,28 m og íslandsmet í 200 m hlaupi innanhúss 24,30 sek.
Lesa meira