UMSS - Umhverfisstefna

  • Umgengnisreglur séu til staðar fyrir íþróttamannvirki héraðsins og eru aðgengileg fyrir iðkendur.
  • Hvatt er til sparnaðar í keyrslu á æfingar og mót með því að sameinast um bíla.
  • Ruslafötur eru til staðar á æfinga- og keppnissvæðum og aðilar upplýstir um það.
  • Tiltekt fer fram að lokinni æfingu og/eða keppni.
  • Aðgengi er fyrir fatlaða.
  • Æfinga- og keppnissvæði eru reyk- og rafrettulaus.
  • Iðkendur aðildafélaga UMSS eru hvattir til að safna dósum í fjáröflunarskyni.

 

Samþykkt á 98. Ársþingi UMSS þann 10. mars 2018