Skagfirskir sigurvegarar á landsmótinu

Eins og fram hefur komið voru Skagfirðingar sigursælir á landsmótinu og lentu í öðru sæti í heildarstigakeppninni og unnu stigakeppnina í fimm greinum. Samtals unnu keppendur UMSS 17 gull á mótinu. Sunna Gestsdóttir var þar fremst í flokki með fimm gull, þrjú í einstaklingsgreinum og tvö í boðhlaupum. Eftirtaldir urðu sigurvegarar á mótinu úr okkar röðum:
Bessi Vésteinsson dráttarvélaakstri
Valgarð Valgarðsson línubeitning
Aðalheiður Bára Steinsdóttir íþróttir fatlaðra í boccia
Róar Hjaltason siglingar á plastbátum
Golf kvennaliðið A sveit
Golf karlaliðið A sveit
Kvennaliðið A sveit 4x100 metra boðhlaupi (49,25 sek)
Kvennaliðið A sveit 1000 metra boðhlaupi (2:15,94 mín)
Auður Aðalbjarnardóttir kúluvarp (12,11 m)
Vilborg Jóhannsdóttir 100 metrar grindahlaup (14,74 sek)
Sveinn Margeirsson 5000 metra hlaup (15:03,11 mín)
Ólafur Guðmundsson þrístökk (14,49 m)
Sigurbjörn Árni Arngrimsson 800 metra hlaup (1:55,04 mín) og 1500 metra hlaup (3:56,05 mín)
Sunna Gestsdóttir 100 metra hlaup (11,99 sek), 200 metra hlaup (23,99 sek UMSS met) og langstökk (5,99 m)