Æfingaferð frjálsíþróttafólks til Athens

Rúmlega 20 manna hópur frjálsíþróttafólks úr Skagafirði er núna við æfingar og keppni í Athens í Georgíu í Bandaríkjunum. Farið var frá Keflavík 2. apríl og flestir koma heim 16. apríl, en hluti hópsins verður viku lengur.

Hluti hópsins keppti keppti á móti í Athens laugardaginn fyrir páska, 10. apríl. Árangur var svona upp og ofan en má þar nefna að Auður Aðalbjarnardóttir kastaði spjóti 40,86 m (lenti í 3. sæti) og kúlu 12,24 m. Stefán Már Ágústsson var aðeins 2/10 frá sínu besta í 800 m hlaupi og hljóp á 1:53,78 mín. Sigurbjörn Árni Arngímsson hljóp 1500 m á mjög góðum tíma 3:56,96 mín og lenti í 3. sæti. Svo má nefna að Árni Geir Sigurbjörnsson bætti sig bæði í 100 m hlaupi (11,71 sek) og 200 m hlaupi (23,78 sek). Aðrir sem kepptu voru nokkuð frá sínu besta.