Fræðslu og verkefnasjóður (UMFÍ)
Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.
Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Áherslur í úthlutun
Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til:
- Fræðslu- og forvarnaverkefna sem eru til þess fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan félags og/eða héraðs.
- Þjálfara- og/eða dómaranámskeiða.
- Verkefna sem stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu félags og/eða héraðs.
- Átaksverkefna til aukinnar þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ.
- Verkefna sem eru í samræmi við auglýst áhersluatriði sjóðsins hverju sinni.
Áhersluatriði fyrir úthlutanir 2024
Eftirfarandi atriði tilheyra áhersluatriðum við úthlutun:
- Útbreiðslu og fræðsluverkefni sem hafa það að markmiði að auka þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi, sérstaklega barna og ungmenna með fötlun eða af erlendum uppruna.
- Verkefna og/eða viðburða sem hafa það að markmiði að efla þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða í félagsmálum (fundarsköpum)
- Rannsókna á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Úthlutun styrkja
Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir EKKI tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Styrkur er að öllu jöfnu aldrei hærri 400.000 kr. Sjóðsstjórn getur þó veitt hærri styrki í undantekningartilfellum.
- Fræðslu- og forvarnaverkefni hljóta 80% styrk gegn kvittunum með lokaskýrslu.
- Þjálfaranámskeið hljóta 50% styrk gegn kvittunum með lokaskýrslu.
- Verkefni til varðveislu sögu og menningu hljóta 50% styrks gegn kvittunum með lokaskýrslu.
- Verkefni tengd áhersluatriðum sjóðsins hljóta 80% styrks. Styrkurinn er jafnan greiddur út við skil á lokaskýrslu, en hægt er að óska eftir útgreiðslu á hluta af styrkupphæð ef þörf er á.
Lokaskýrsla
Umsækjendur sem hljóta styrk þurfa að skila inn skýrslu á ákveðnu lokaskýrsluformi og senda til þjónustumiðstöðvar UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is.
Umsóknarfrestir eru tveir á ári. Fyrri umsóknarfrestur er frá 1. apríl til og með 1. maí og sá seinni frá 1. október til og með 1. nóvember.
Sækið um hér (fyrri umsóknarfrestur er opin frá 1. apríl til og með 1. maí og sá seinni frá 1. október til og með 1. nóvember).
Umhverfissjóður (UMFÍ)
Umhverfissjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknarfrestur er 15. apríl ár hvert. Tilkynnt er um styrkveitingar fyrir 15. maí sama ár. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag í UMFÍ og verkefnið sé umhverfisverkefni.
Áherslur í úthlutun
Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til umhverfisverkefna sem:
- tengjast yngra fólki.
- stuðla að auknum tengslum við náttúru landsins.
- fela í sér nýjungar í umhverfisverndun og nýtingu.
Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér vinnureglur og matskvarða sjóðsins. Umsókn þarf að hljóta að lágmarki 50 stig til þess að vera metin styrkhæf.
Umsækjendur sem hljóta styrk þurfa að skila inn skýrslu á ákveðnu lokaskýrsluformi og senda til þjónustumiðstöðvar UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is.
Sækið um hér, ekki er opið fyrir umsóknir eins og er (19. feb. 2025)
Æskulýðssjóður
Æskulýðssjóður byggir á Æskulýðslögum ( nr. 70/2007) og reglugerð um Æskulýðssjóð ( nr. 60/22. janúar 2008 ásamt breytingum nr. 173/2016 febrúar 2016 og breytingum nr. 60/2. desember 2016 ). Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Hverjir geta sótt um?
Allir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök. Ekki er gert ráð fyrir að hefðbundin íþróttafélög sæki um verkefni sem snúa að íþróttastarfsemi í þennan sjóð.
Hvað er styrkt?
Verkefni fyrir börn og ungmenni á vegum æskulýsfélaga og æskulýðssamtaka (Sjá nánar 1. gr. í reglum sjóðsins).
Skilyrði úthlutunar og forgangsatriði
Verkefnin þurfa að falla að markmiðum laga um Æskulýðsfélög. Þar segir að með æskulýðsstarfi sé átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa né endurtekna viðburði í félagsstarfi svo sem þing, mót eða þess háttar atburði né ferðir hópa. Lögð er áhersla á að styrkja almennan verkefniskostnað en ekki launakostnað.
Umsóknarfrestur til og með 17. febrúar 2025 kl 15:00.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Íþróttarsjóður
Fyrir hverja?
Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.
Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur.
Til hvers?
Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna. Að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að inngildingu í íþróttum. Sérstaklega þá til verkefna með börnum af erlendum uppruna.
Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur er: 1. október 2025 klukkan 15:00
Upplýsingar má finna hér.
Íþrótta og Ólympíusamband Íslands - Ferðasjóður
Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.
Styrkjum er úthlutað eftir á, í febrúar hvers árs, vegna keppnisferða ársins á undan.
Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.
Hægt er að nálgast umsóknar síðuna hér. (Umsóknafrestur er í byrjun janúar ár hvert).
Lýðheilsusjóður - Embætti landlæknis
Umsóknir um styrki hjá Lýðheilsusjóð
Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu (41/2007) og reglugerð um lýðheilsusjóð (1260/2011).
Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.
Til þess að sækja um í Lýðheilsusjóð er krafist innskráningar á þetta vefsvæði með því að stofna aðgang. Skráning veitir umsækjanda gagnvirkan aðgang að umsóknarferli. Umsækjandi er ábyrgðaraðili umsóknar og er í flestum tilfellum félagasamtök eða stofnun. Umsækjandi skráir síðan umsjónaraðila í umsókninni sem sjá um öll samskipti við Lýðheilsusjóð.
Eyðublöðin vistast þegar farið er á milli skrefa á meðan unnið er að umsókn. Einnig er hægt að vista og halda áfram síðar.
Úthlutunarreglur Lýðheilsusjóðs má finna hér.
Við mat á umsóknum er tekið tillit til nýsköpunargildis, fræðilegs bakgrunns og útbreiðslu verkefnis.
Nánari upplýsingar má finna hér og hér má finna úthlutunarreglur.
Evrópa unga fólksins
Evrópa unga fólksins (EUF) er þjónustuskrifstofa og þekkingarmiðstöð fyrir æskulýðsstarf á Íslandi. Hlutverk hennar er að veita styrki úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til verkefna í æskulýðsstarfi. Starfsfólk skrifstofunnar er tilbúið að aðstoða þá sem ætla að sækja styrki við að móta góð verkefni. Jafnframt er það tilbúið til þess að miðla þekkingu um æskulýðsstarf og óformlegt nám á Íslandi á ýmsa vegu.
Verkefni sem hægt er að sækja styrk til EUF eru ungmennaskipti, EVS sjálfboðaliðaverkefni, þjálfun aðila í æskulýðsstarfi, stefnumiðuð samstarfsverkefni, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Að auki er hægt að fá aðstoð vegna samstarfs við lönd utan Evrópu.
Á Íslandi hýsir Rannís Landskrifstofu Erasmus+. Hluti styrkja Erasmus+ á sviði mennta- æskulýðs og íþróttamála eru í umsjá Framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel.
Umsóknarfrestir 2025
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlununum fyrir árið 2025
Fyrir hverja?
Alla sem vinna í æskulýðsstarfi (youth workers) óháð aldri. Markhópur æskulýðsstarfsins verður að vera ungt fólk á aldrinum 13-30.
Til hvers?
Samtök geta sótt um styrki til að framkvæma verkefni sem efla fagþróun æskulýðsstarfsfólks og samtaka þeirra. Með þátttöku í þessum verkefnum getur æskulýðsstarfsfólk aukið eigin færni, lært nýja starfshætti og aukið gæði æskulýðsstarfs almennt. Verkefnið getur varað minnst í 2 daga og mest í 60 daga. Mest geta 50 manns tekið þátt í einu verkefni.
Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Menntun: 19. febrúar kl. 11
Æskulýðsstarf: 12. febrúar kl. 11:00, 7.maí kl. 10:00 og 1. október kl. 10:00
Íþróttir: 12. febrúar kl. 11:00
Inngildingarátak DiscoverEU: 12.febrúar kl. 11
Samstarfsverkefni
Allar gerðir: 5.mars kl. 11
European Soldarity Corps: Sjálfboðaliðaverkefni og Samfélagsverkefni
Sjálfboðaliðaverkefni: 20. febrúar kl. 11
Samfélagsverkefni: 20. febrúar kl. 11, 7. maí kl.10:00 og 1. október kl. 10.
Sækja þarf um Gæðavottun (e. Quality Label) áður en sótt er um fjármagn fyrir sjálfboðaliðaverkefnum. Hægt er að skila inn umsóknum í Gæðavottun allt árið um kring.
Erasmus aðild
Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum og er leið til að einfalda umsýslu og alþjóðastarf þátttakenda. Umsóknarfrestur er til 1. október kl. 10.
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Þau sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvött til að skoða heimasíðu Erasmus+ – en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.
Á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbækur fyrir Erasmus+ og European Solidarity Corps. Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+ og European Solidarity Corps.
Upplýsingarnar á þessari síðu eru birtar með fyrirvara um villur og breytingar. Allar tímasetningar miðast við íslenskan tíma.
Auglýsing um umsóknir í Erasmus+ fyrir árið 2025 í heild sinni.
Auglýsing um umsóknir í European Solidarity Corps fyrir árið 2025 í heild sinni.
Menningarsjóður KS
Menningarsjóður KS, hefur styrkt margskonar menningarstarfsemi í Skagafirði gegn um árin. Má þar nefna styrki til kóra og annarrar tónlistarstarfsemi, leikfélaga, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og styrki til listamanna.
Ekki er auglýstur sérstakur tími þar sem óskað er eftir umsóknum, en oftast er úthlutað úr honum í desember og janúar, og síðan um mitt sumar.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Uppbyggingarsjóður Sóknaráætlunar Norðurlands vestra
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður. Umsóknir eru metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 og samningi um Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem var undirritaður 10. feb. 2015.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra styrkir:
a) Verkefni á sviði menningar.
b) Stofn- og rekstrarverkefni stofnana (s.s. safna, setra og listamiðstöðva) á sviði menningarmála. Sjá þó lið 7.
c) Verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Umsóknartími auglýstur á vefsíðu og fréttamiðlum.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Kjarnafæði
Hægt er að sækja um styrk frá Kjarnafæði.
MS
Í boði er að senda Mjólkursamsölunni beiðni um styrk eða auglýsingu. Hér má finna út form sem þarf að fylla út.
Jákvæðum beiðnum er svarað innan tíu daga.
Samkaup
Hér getur þú sótt um styrk úr styrktarsjóði Samkaupa en sjóðurinn styrkir árlega fjöldann allan af hinum ýmsum samfélagsverkefnum. Farið er yfir allar umsóknir sem berast í lok hvers mánaðar. Samþykktum umsóknum er svarað í byrjun hvers mánaðar.
Arionbanki
Arion banki starfar eftir ákveðinni styrktarstefnu þar sem stefna bankans í samfélagsábyrgð er höfð að leiðarljósi. Helstu þættir stefnunnar eru m.a.:
Á landsbyggðinni styðja útibú bankans við fjölbreytt íþrótta- og menningarstarf í heimabyggð sinni auk annarra málefna. Hafið samband við útibú í ykkar heimabyggð fyrir verkefni félagsins.
Landsbankinn
Styrkir úr Samfélagssjóði Landsbankans
Landsbankinn veitir fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og á sviði umhverfismála og náttúruverndar.
Sérstök dómnefnd fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt. Meirihluti dómnefndar er skipaður fagfólki utan bankans.
Mikilvægt er að vanda vel framsetningu umsókna og frágang þeirra. Umsækjendur eru hvattir til að senda öll þau gögn sem geta komið að gagni við mat á umsóknum og gera þarf skýra grein fyrir því hvernig styrk yrði varið.
Það er stefna Landsbankans að leita til fagfólks um dómnefndarstörf og skipar það meirihluta í öllum dómnefndum. Allir umsækjendur þurfa að fylla út rafræna umsókn hér á vef bankans.
Landsvirkjun - Samfélagssjóður
Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 31. mars, 31. júlí og 30. nóvember ár hvert.
Vinsamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur sjóðsins sem nálgast má hér að neðan, áður en umsókn er send inn.
Almennar fyrirspurnir samfelagssjodur@landsvirkjun.is
Úthlutunarreglur
Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.
- Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni
- Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og atburða
- Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki
Verkefni sem koma einkum til greina:
- Verkefni á sviði umhverfis-, náttúru- og auðlindamála
- Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga
- Listir, menning og menntun
- Forvarnar- og æskulýðsstarf
- Heilsa og hreyfing
Verkefni sem alla jafna koma ekki til greina eru:
- Rannsóknir og vísindi (Orkurannsóknasjóður veitir styrki til námsfólks og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga)
- Almenn útgáfa, svo sem bóka, geisladiska og kvikmynda
- Námsstyrkir
- Utanlandsferðir
Nánari upplýsingar má finna hér.
Sjóvá
Sjóvá veitir árlega styrki til aðila sem vinna að ýmsum góðum málefnum í þágu samfélagsins. Sjóvá kappkostar að þeir fjármunir sem fara til styrktarmála styðji við hlutverk og stefnu félagsins. Sjóvá mun því styðja við og styrkja verkefni sem hafa fyrst og fremst forvarnargildi en auk þess styrkir félagið ýmis góðgerðarmál, íþrótta- og menningarstarf.
Sjóvá kýsa að styðja við og styrkja verkefni eða atburði sem tengjast til að mynda:
- Slysavarna- og björgunarmálum
- Bættri umferðarmenningu
- Íþróttir (áhersla á barna- og unglingastarf)
- Góðgerðarmál
Nánari upplýsingar má finna hér.
Samfélagssjóður TM
Það er stefna TM að styðja við samfélaglegverkefni sem tengjast forvörnum og heilbrigði fólks á öllum aldri.
TM styrkir ýmsa málaflokka, má þar nefna forvarnir, góðgerðarmál, íþróttir og menningu. TM styrkir ekki einstaklinga, nemendur eða starfsmannafélög til náms, vegna íþrótta- og/eða utanlandsferða, kosningaherferðir nemenda og/eða stjórnmálaflokka.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Samskip
Samskip taka samfélagslega ábyrgð og sýna það í verki með margvíslegum hætti. Flutningafyrirtæki eru einn af máttarstólpum samfélagsins og gegna þýðingarmiklu hlutverki.
Samskip huga að mörgum þáttum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð, s.s. umhverfismálum, vinnuvernd og öryggismálum, orkumálum, mannauðsmálum auk sjálfbærni og hafa markað sér stefnu í þeim málaflokkum og fylgja henni fast eftir þannig að fléttist saman við starfshætti félagsins.
Samskip leggja margvíslegum málefnum lið á ári hverju, bæði góðgerðarmálum, menningarmálum og styrkja íþróttastarf á landinu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styrkja fjölbreytta starfsemi er tengist landsbyggðinni. Við erum auk þess þátttakandi í ýmsum félagasamtökum er tengjast atvinnugreininni og leggja sitt af mörkum til að auka veg og virðingu hennar.
Þeir sem óska eftir auglýsingum og styrkjum, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið styrkir@samskip.com
Eimskip
Eimskip leggur metnað sinn í að styrkja menntun, góðgerðamál og íþróttir. Sérstaklega er hugað að þeim er snúa að barna- og unglingastarfi. Öll erindi eru tekin fyrir einu sinni í mánuði af sérstakri nefnd og þeim öllum svarað. Nánari upplýsingar má finna hér.
Isavia
Isavia vill leggja sitt af mörkum til metnaðarfulls starf á ýmsum sviðum samfélagsins. Félagið hefur átt samstarf við fjölda aðila og styrkt margvísleg samfélagsleg verkefni. Stefna sjóðsins er að styrkja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, bæði á landsvísu sem og á starfssvæðum Isavia.
Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum. Verkefni sem koma einkum til greina eru:
- Verkefni á sviði umhverfismála
- Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga
- Viðburðir og verkefni á sviði lista, menningar og mennta
- Verkefni á sviði forvarna og æskulýðsstarfs
- Flugtengd málefni.
Ákveðið hefur verið að fresta næstu úthlutun úr sjóðnum til ársloka og því verður einungis ein úthlutun úr sjóðnum árið 2019. Allar umsóknir sem berast á árinu verða skoðaðar og við munum senda tölvupóst til umsækjenda þegar niðurstaða úthlutunar liggur fyrir. Þeim sem vilja endurskoða umsókn sína fyrir úthlutun bendum við á að best er að gera það í gegnum umsóknarferlið hér á síðunni.
Upplýsingar er hægt að finna hér.
Orkan
Markmið þeirra er að koma viðskiptavinum frá einni staðsetningu til þeirra næstu. Stefna Orkunnar er að styrkja samfélagsverkefni sem fela í sér hreyfingu og flutning, þá hreyfingu í íþrótta- og umhverfismálum eða flutning milli staðsetninga.
Orkan styrkir verkefni í öllum landshlutum og er opið fyrir umsóknir allan ársins hring en úthlutanir úr styrktarsjóð fara fram í apríl og október.
Við hvetjum aðildarfélögin og deildir þeirra sem eru á fleygiferð að sækja um styrk í styrktarsjóð Orkunnar.
Nánari upplýsingar er hægt að finna hér.
OLÍS
Hægt er að sækja um styrki hjá OLÍS vegna íþróttamála.
Nánari upplýsingar má finna hér.
N1
Styrktarstefna N1 er að styðja við uppbyggingu íþróttaiðkunar ungmenna í knattspyrnu og jafnrétti kynjanna. Við viljum á markvissan og jákvæðan hátt taka þátt í og stuðla að uppbyggingu samfélagsins. N1 opnar fyrir styrktarbeiðnir 15.mars 2025.
Nánari upplýsingar má finna hér.