Ákveðið var á 97. Ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sem haldið var 14. mars 2017, að UMSS færi í þá vinnu að gerast Fyrirmyndaríþróttahérað ÍSÍ. Handbók UMSS er einn að loka áföngunum í þeirri vinnu. Stjórn UMSS fór í þá vinnu undirbúa þingtillögur fyrir 98. Ársþing, að útbúa og kynna fyrir aðildarfélögum; Siðareglur UMSS, Jafnréttisstefnu UMSS, Umhverfisstefnu UMSS, Félagsmálastefnu UMSS, Forvarnar- og fræðslustefnu UMSS, reglugerð um skiptingu á löttótekjum, kjöri á íþróttamanni, þjálfara og liði UMSS, vinnureglur UMSS vegna ráðningu starfsfólks og þjálfara og auk þess voru lög UMSS endurskoðuð.
Á 98. Ársþingi UMSS sem haldið var þann 10. mars sl. voru allar reglur, lög og stefnur samþykktar samhljóða af kjörfulltrúum 98. Ársþings UMSS.
Stjórn UMSS stefnir að því að öll aðildarfélög þess verði fyrirmyndarfélög ÍSÍ. Framkvæmdastjóri UMSS er tengiliður milli aðildarfélaga UMSS og ÍSÍ vegna verkefna sem tengjast því. Þessari handbók er ætlað að innihalda upplýsingar um innviði í starfsemi UMSS. Hér er að finna samantekt á stefnu UMSS, vinnureglum, reglugerðum og lögum UMSS. Hér er einnig að finna upplýsingar öll aðildarfélög UMSS og hlutverk kjörinna fulltrúa og starfsmanns UMSS.
Handbókin er lifandi skjal sem tekur breytingum eftir því sem aðstæður, lög og reglur breytast.
Handbókina má nálgast hér.