Eitt að verkefnum UMSS hefur verið að koma fyrir gestabók á Mælifellshnjúknum. Hún var fyrst sett upp sumarið 2002 sem liður í verkefni UMFÍ "Göngum um Ísland". Farið er með bókina upp á vorin og á haustin er náð í hana og eru þeir sem labbað hafa á fjallið þátttakandur í útdráttarverðlaunakeppni UMFÍ.
Göngum um Íslands, landsverkefni UMFÍ hefst með formlegum hætti 8. júní nk. Nýr vefur verkefnisins www.ganga.is opnar þá með formlegum hætti og Leiðabók UMFÍ með upplýsingum um tæplega 300 gönguleiðir verður dreift ókeypis um land allt í 50.000 eintökum.
Fjölmargir sambandsaðilar UMFÍ standa fyrir skipulögðum gönguferðum og fjallgöngum í tengslum við Göngum um Ísland og Fjölskyldan á fjallið og eru gönguferðir hjá sumum sambandsaðilum í byrjun júní og verða auglýstar upp sérstaklega á vef viðkomandi sambandsaðila og á heimasíðu UMFÍ.