Nær Sunna Ólympíulágmarki?

Greinilegt er þessa dagana að Sunna Gestsdóttir er í fantaformi og hefur bætt árangra sína jafnt og þétt. Fyrir tímabilið var stefnan sett á að ná ÓL lágmarki í langstökki en með glæsilegum 100 metra hlaupum upp á síðkastið er sú grein líka inn í myndinni eða hvað? ÓL lágmark í langstökki er 6,55 metrar og þar á Sunna best löglegt 6,30 metra frá síðasta ári og 6,17 metra á þessu ári. Í 100 metra hlaupi er ÓL lágmarkið 11,40 sek en Sunna á best 11,63 sek. Frestur til á ná lágmörkunum rennur út 9. ágúst næstkomandi.
Bestu árangrar Sunnu á hverju ári í hennar helstu greinum síðan hún kom til UMSS:
- Ár - - Langst - - 100 m - - - 200 m
2001 - 6,24 m - 12,11 sek - 24,47 sek
2002 - 6,09 m - 11.98 sek - 24,35 sek
2003 - 6,30 m - 11,96 sek - 24,27 sek
2004 - 6,17 m - 11,63 sek - 23,99 sek
Árangrar Sunnu á þessu ári eru með þeim bestu á Norðurlöndum og er hún með fjórða besta árangur ársins 100 metra hlaupi, fimmta besta í 200 metra hlaupi og 6.-7. besta árangurinn í langstökki.