28.07.2004
Nú þegar mótið er rétt í þann mund að hefjast lítur út fyrir að keppendur UMSS á Unglingalandsmótinu verði um 220. Það er gríðarlega mikil þátttaka sem sýnir í hnotskurn þann áhuga sem á mótinu er.
Lesa meira
25.07.2004
Seinni dagur Meistaramóts Íslands var í dag og áfram héldu keppendur UMSS að hala inn nokkra sigra. Ólafur Guðmundsson sigraði þrístökk með 14,09 metra (-3,0 m/s), Sigurbjörn Árni Arngrímsson sigraði 800 metra hlaup á 1:54,25 mín og Sunna Gestsdóttir vann 200 metra hlaup á 24,43 sek (-2,5 m/s). Auk þess unnu báðar boðhlaupssveitirnar 4x400 metra boðhlaup.
Lesa meira
24.07.2004
Ekkert lát er á góðum árangri Sunnu Gestsdóttur. Í daga á fyrri degi Meistaramóts Íslands gerði hún sér lítið fyrir og bætti eigið met í 100 metra hlaupi og hljóp á 11,63 sek (meðvindur +1,9 m/sek). Auk þess sigraði hún í langstökki með stökki upp á 6,17 metra.
Lesa meira
24.07.2004
Greinilegt er þessa dagana að Sunna Gestsdóttir er í fantaformi og hefur bætt árangra sína jafnt og þétt. Fyrir tímabilið var stefnan sett á að ná ÓL lágmarki í langstökki en með glæsilegum 100 metra hlaupum upp á síðkastið er sú grein líka inn í myndinni eða hvað?
Lesa meira
16.07.2004
Eins og fram hefur komið voru Skagfirðingar sigursælir á landsmótinu og lentu í öðru sæti í heildarstigakeppninni og unnu stigakeppnina í fimm greinum. Samtals unnu keppendur UMSS 17 gull á mótinu. Sunna Gestsdóttir var þar fremst í flokki með fimm gull, þrjú í einstaklingsgreinum og tvö í boðhlaupum
Lesa meira
12.07.2004
Í stigakeppni landsmótsins um helgina náði UMSS sínum besta árangri frá upphafi með því að lenda í öðru sæti á eftir firnasterku liði UMSK.
UMSS sigruðu í flestum greinum, urðu stigahæstir í golfi, frjálsíþróttum, knattspyrnu, siglingum og starfsíþróttum.
Lesa meira
01.06.2004
Eitt að verkefnum UMSS hefur verið að koma fyrir gestabók á Mælifellshnjúknum. Hún var fyrst sett upp sumarið 2002 sem liður í verkefni UMFÍ "Göngum um Ísland". Farið er með bókina upp á vorin og á haustin er náð í hana og eru þeir sem labbað hafa á fjallið þátttakandur í útdráttarverðlaunakeppni UMFÍ.
Lesa meira
13.05.2004
Samráðsfundur UMFÍ verður helgina 15. - 16. mai nk. á Sauðárkróki. Fundurinn hefst á laugardegi kl. 13.00. Farið verður yfir starf sambandsaðila og UMFÍ og málefni hreyfingarinnar rædd. Fundargestir, formenn og framkvæmdastjórar héraðssambanda og félaga eru hvattir til að koma fram með sín sjónarmið og áherslur.
Lesa meira
20.04.2004
UMSS hefur ráðið Þuríði H Þorsteinsdóttur sem framkvæmdastjóra fyrir sumarið 2004. Þuríður er Fljótamaður og íþróttafræðingur að mennt og vel kunnug starfi íþróttahreyfingarinnar. Á landsmótsári eru mörg verkefni og mun framkvæmdastjóri því hafa í nógu að snúast næstu mánuðina.
Lesa meira
11.04.2004
Rúmlega 20 manna hópur frjálsíþróttafólks úr Skagafirði er núna við æfingar og keppni í Athens í Georgíu í Bandaríkjunum. Farið var frá Keflavík 2. apríl og flestir koma heim 16. apríl, en hluti hópsins verður viku lengur.
Lesa meira