Sunna með íslandsmet í 100 metra hlaupi

Ekkert lát er á góðum árangri Sunnu Gestsdóttur. Í daga á fyrri degi Meistaramóts Íslands gerði hún sér lítið fyrir og bætti eigið met í 100 metra hlaupi og hljóp á 11,63 sek (meðvindur +1,9 m/sek). Auk þess sigraði  hún í langstökki með stökki upp á 6,17 metra. Aðrir sigurvegarar úr röðum UMSS í dag urðu Ólafur Guðmundsson í langstökki (6,98 m), Sigurbjörn Árni Arngrímsson í 1500 metra hlaupi (4:05,59 mín) og karlasveitin í 4x100 metra boðhlaup (43,17 sek). Í stigakeppni mótsins er lið UMSS í öðru sæti nokkuð á eftir öflugu liði FH