I. Skipting lottótekna UMSS:
1. 70% til sambandsaðila.
2. 25% til UMSS.
3. 5% til Afreksmannasjóðs UMSS, úthlutun samkvæmt reglugerð sjóðsins.
II. Skipting lottótekna sambandsaðila UMSS:
1. 20% er skipt jafnt samkvæmt sérstakri reglu.
2. 40% er skipt eftir iðkenda fjölda samkvæmt sérstakri reglu.
3. 40% er skipt eftir félagsmannafjölda samkvæmt sérstakri reglu.
III. Regla vegna jafnrar skiptingar milli sambandsaðila:
Skilyrði fyrir úthlutun hvers ár úr jafna hlutanum er að fulltrúi aðildarfélags hafi mætt á síðastliðið sambandsþing. Hlutur þeirra sem mæta ekki deilist á þau aðildarfélög sem mættu á síðastliðið sambandsþing. Að þeim skilyrðum uppfylltum er skipting úthlutunar miðuð við íþróttastarfssemi þar sem hver deild í aðildarfélagi telur eins og eitt aðildarfélag án deildarskiptingar. Listi yfir þau aðildarfélög sem falla undir þennan lið skal samþykkja á hverju sambandsþingi.
IV. Regla vegna iðkendafjölda:
Félög og deildir skulu skrá iðkendur rafrænt í umsjónarkerfið Sportabler. Iðkendatölur skulu notaðar til að ákvarða skiptingu samkvæmt iðkendafjölda.
V. Regla vegna félagsmannafjölda:
Félagsmannafjöldi til grundvallar lottóúthlutun er reiknaður út einu sinni á ári og skal miðast við félagskrá sambandsaðila 31. desember ár hvert eins og fram kemur í Sportabler, skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ.
VI. Aðrar forsendur fyrir úthlutun sambandsaðila:
Starfi sambandsaðili ekki samkvæmt lögum UMSS kemur hann ekki til greina við úthlutun. Stjórn UMSS skal taka tillit til hvort haldinn hafi verið aðalfundur og hvort starfsskýrslu og ársskýrslu hafi verið skilað til UMSS. Starfsskýrslu og ársskýrslu skal skilað eigi síðar en í lok febrúar ár hvert. Uppfylli sambandsaðili ekki þessi skilyrði skal UMSS frysta greiðslur til viðkomandi. Greiðsla sem hefur verið fryst í tvö ár rennur í rekstrarsjóð UMSS og er óafturkræf. Forsendur í lottóúthlutun skal miða við 31. desember ár hvert, þ.e. iðkendatölu eins og hún er skráð fyrir undangengið ár í Sportabler og félagatal eins og það liggur fyrir á sama tíma.
VII. Nýir sambandsaðilar.
Ný aðildarfélög UMSS fá fyrst úthlutað lottófé skv. reglugerð þessari eftir að öllum ofangreindum skilyrðum hefur verið fullnægt og eftir samþykki á næsta sambandsþingi eftir inngöngu.
VIII. Um úthlutun.
Úthluta skal öllum lottótekjum sem berast UMSS ársfjórðungslega. Greiðsla skal berast aðildarfélögum og deildum fyrir lok apríl, júlí, október og janúar fyrir næsta ársfjórðung á undan. Með hverri greiðslu skal fylgja skilagrein sem sýni forsendur fyrir úthlutun.
Samþykkt á 104. Ársþingi UMSS 27. apríl 2024