Stórkostlegu Unglingalandsmóti lokið

Ekki er hægt að segja annað en að Unglingalandsmót UMFÍ hafi tekist eins og best verður á kosið. Fjöldi keppenda skráðir til leiks var tæplega 1300 og einstaklega mikil fjöldi í sumum greinum s.s knattspyrnu og frjálsum. Þetta er því stærsta Unglingalandsmót sem haldið hefur frá upphafi og er svo sannarlega komið til að vera um Verslunarmannahelgi. Stjórnarmenn UMSS vilja koma þökkum til allra sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd mótsins. Án allra þessarra fórnfúsu handa hefði ekki verið hægt að halda mótið með þeim glæsibrag sem raun ber vitni. Það er því greinilegt að þegar á reynir þá er sjálfboðastarf innan ungmennafélagshreyfingarinnar meira og öflugra heldur en nokkurn tíma áður.