Misjafnt er hve mikið helstu vefmiðlar landsins lögðu sig eftir að fá fréttir frá Unglingalandsmótinu. Inn á mbl.is er aðeins að finna eina frétt enda að þeirra mati sjálfsagt ekkert sem hefur verið að gerast um helgina góðu, þ.e. engar limlestingar, eiturlyfjamál eða annað sem helst fréttnæmt þykir. Visir.is stendur sig heldur betur og fjallar í tveimur greinum á mjög jákvæðan hátt um Unglingalandsmótið.
Greinin hér á eftir er tekin beint af visir.is:
“Fjölmennasta unglingalandsmóti UMFÍ til þessa var slitið í gærkvöld með flugeldasýningu. Talið er að um tíu þúsund manns hafi verið á landsmótinu á Sauðárkróki. Landsmót UMFÍ var haldið á Sauðarkróki fyrir þremur vikum.
Um verslunarmannahelgina er það hins vegar Unglingalandsmótið og var það sjötta haldið á Króknum nú um helgina. Hljómsveitin Írafár skemmti gestum í gærdag og var mótinu svo slitið með flugeldasýningu í gærkvöldi. Á mótinu kepptu á annað þúsund unglingar í átta íþróttagreinum; í hlaupum, stökkum, köstum, sundi og fleiru.
Óhefðbundnar keppnisgreinar hafa einnig vakið athygli og má þar nefna klifurvegg og körfubolta hipp hopp. Framkvæmdastjóri landsmótsins, Ómar Bragi Stefánsson, segist sáttur og er ekki í vafa um að unglingalandsmót sé komið til að vera og muni stækka með tímanum. Um sjö þúsund manns voru á unglingalandsmótinu á Ísafirði í fyrra. Veðrið lék við um tíu þúsund mótsgesti í Skagafirðinum um helgina. Á næsta ári verður unglingalandsmótið haldið í Vík í Mýrdal.”
Taka skala fram að umfjöllum skagfiskra vefmiðla var til mikillar fyrirmyndar.