Nú um helgina stendur yfir á Laugarvatni Meistaramót Íslands í flokkum 15-22 ára. Fyrri degi lauk í dag og var árangur okkar fólks svona sæmilegur. Sigur vannst í þremur greinum, eitt silfur og þrjú brons.
Gauti Ásbjörnsson (19-22 ára) vann stöng með 3,00 m og varð í 3. sæti í langstökki með 6,12 m.
Árni Geir Sigurbjörnsson (17-18 ára) vann langstökk með 6,19 m og varð 3. sæti í 100 m hlaupi á 11,33 sek.
Kári Steinn Karlsson (17-18 ára) vann 1500 m hlaup á 4:39,56 mín.
Arndís María Einarsdóttir (17-18 ára) varð í 3. sæti í 100 m grind á 18,27 sek.
4x100 metra boðhlaupssveit karla í flokki 19-22 ára varð í 2. sæti á tímanum 48,62 sek.