Keppendur UMSS voru mjög áberandi á Unglingalandsmótinu. Mest var þátttaka þeirra í frjálsum og knattspyrnu og sem dæmi kepptu 14 knattspyrnulið undir merkjum UMSS. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og sigur vannst í mörgum greinum. Fremst meðal jafningja var hin stórefnilega frjálsíþróttakona Elva Friðjónsdóttir sem vann 4 einstaklingsgreinar. Eftirtaldir sigrar komu í hlut UMSS:
Fannar Arnarson: 200 m fjórsund (3:19,65 mín)
Erla Björt Björnsdóttir: 200 m fjórsund (3:05,53 mín)
4x50 m skriðsund 11-13 ára strákar
Elva Friðjónsdóttir: 80 m grind (13,58 sek), 800 m hlaup (2:40,12 mín), kúluvarp (9,62 m) og hástökk (1,50 m).
Linda Björk Valbjörnsdóttir: 60 m (8,57 sek) og hástökk (1,30 m).
Árni Geir Sigurbjörnsson: langstökk (6,60 m)
4x100 m boðhlaup 14 ára strákar
4x100 m boðhlaup 13 ára strákar
5x80 m boðhlaup 12 ára stelpur
Pétur Óli Þórólfsson: tölt og fjórgangur
Ásta Björk Pálsdóttir: fjórgangur
Eyrún Ýr Pálsdóttir: tölt
Ári H Þorsteinsson: skák
Knattspyrna: 11-12 ára strákar, 13-14 ára strákar, 15-16 ára strákar og 17-18 ára strákar.