Fréttir

Styrkir til verkefna í þágu barna - framlengdur frestur

Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni, þar á meðal menntun, frístundir, íþróttir, vernd og réttindi barna, í þjónustu við börn og fjölskyldur, m.a. forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir og þjónustu er miðar sérstaklega að börnum í viðkvæmri stöðu og þ.m.t. börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Lesa meira

Svæðisstöðvar íþróttahreyfingarinnar

UMFÍ og ÍSÍ eru að koma á fót átta svæðisstöðvum með stuðningi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Hlutverk og markmið svæðisstöðvanna er að þjónusta íþróttahéruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Horft er til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni.
Lesa meira

Foreldranámskeið og ný vefsíða 5C

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C, en hugmyndafræðin er hugarfóstur ensks prófessors, Chris Harwood, sem er einn sá fremsti í heimi á sviði íþróttasálfræði. Vefsíðan er ætluð þjálfurum, kennurum, íþróttafólki og foreldrum sem vilja fræðast um hvers vegna er mikilvægt að þjálfa og kenna þætti er snúa að hugarfari.
Lesa meira

Vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs er nú lokið.

Vorfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs er nú lokið. Fjarnám ÍSÍ er almennur hluti þjálfaramenntunarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Lesa meira

Landsmót UMFÍ 50+

Framundan er Landsmóts UMFÍ 50+. Nú er búið að opna fyrir skráningu og geta öll sem vilja skráð sig til þátttöku á mótinu. Mótið fer fram í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní í samstarfi við Þrótt Vogum og Sveitarfélagið Voga.
Lesa meira

Þjálfaramenntun í fjarnámi - sumarönn 2024

Sumarfjarnám ÍSÍ hefst mánudaginn 10. júní nk. og verður í boði að taka 1. og 2. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ. Fyrsta stigið tekur átta vikur en annað stigið tekur fimm vikur. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Lesa meira

Ný lög um farsæld barna

Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) er ríkisstofnun sem heyrir undir mennta- og barnamálaráðherra og starfar á grundvelli laga nr. 87/2021. Stofan hefur víðtækt hlutverk og sinnir verkefnum sem tengjast þjónustu í þágu barna á grundvelli ýmissa laga, t.a.m. barnaverndarlaga og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna 2024

Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna hefst á morgun, miðvikudaginn 8. maí. Verður þetta í tuttugasta og annað sinn sem Hjólað í vinnuna fer af stað. Allir þátttakendur eru velkomnir á setningarhátíðina sem hefst kl.08.30 og verður hún að þessu sinni á veitingahúsinu Á Bístró í Elliðaárdalnum. Tilvalið væri að hjóla við og vera þannig með í anda verkefnisins.
Lesa meira

104. ársþing UMSS 2024

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) hélt ársþing sitt í félagsheimilinu Tjarnabæ laugardaginn 27. apríl síðastliðinn.
Lesa meira

104. ársþing UMSS 27. apríl 2024

104. ársþing UMSS verður haldið laugardaginn 27. apríl kl. 10:00 í Félagsheimilinu Tjarnabæ, Sauðárkróki
Lesa meira