Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna hefst á morgun, miðvikudaginn 8. maí. Verður þetta í tuttugasta og annað sinn sem Hjólað í vinnuna fer af stað.
Allir þátttakendur eru velkomnir á setningarhátíðina sem hefst kl.08.30 og verður hún að þessu sinni á veitingahúsinu Á Bístró í Elliðaárdalnum. Tilvalið væri að hjóla við og vera þannig með í anda verkefnisins.Dagskráin er eftirfarandi:
-Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ, býður gesti velkomna og stýrir dagskrá
Ávörp flytja:
-Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
-Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar
-Alma Möller, landlæknir
-Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
-Bjartur Guðmundsson, markþjálfi og peppari
Að ávörpunum loknum munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega af stað.
Á meðan á átakinu stendur verða heppnir þátttakendur dregnir út í skráningarleik Hjólað í vinnuna alla virka daga í þættinum Hjartagosar á Rás 2. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga en einnig fá vinningshafar vörur frá Unbroken. Þann 28. maí verður dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti um 100.000kr.
Einnig verður í gangi myndaleik á Instagram, Facebook og á heimasíðu Hjólað í vinnuna þar sem myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna fá glæsilegar vörur frá Erninum.
Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Hjólað í vinnuna en þar má einnig finna efni til að dreifa á vinnustöðum, svo sem reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira.
UMSS hvetur alla sem geta til að vera með og hjóla í vinnuna frá 8. maí til og með 28. maí.