Verndum þau - námskeið

Á næstunni verða haldin námskeið í verkefninu Verndum þau. Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn; sum eiga undir högg að sækja, eru beitt ofbeldi – líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu – eða eru vanrækt á einhvern hátt.

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, geta lesið í vísbenginar um að vanræksla  eða ofbeldi eiga sér stað gegn börnum heima fyrir, í skóla eða annars staðar og viti hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinu. Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau er ætlað þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna.

Farið verður yfir hvernig bregðast eigi  við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er frítt og öllum opið.

Skráning í síma 568-2929 eða á netfangið alda@umfi.is.

Námskeiðin eru haldin á eftirtöldum stöðum:

11. janúar Grundarfjörður kl. 19:30-21:30
8. febrúar Selfoss kl. 19:30-21:30
22. febrúar Akureyri kl. 19:30-21:30
1. mars Garðabæ kl. 19:30-21:30
3. mars Sauðárkrókur kl. 19:30-21:30
15. mars Ísafjörður kl. 19:30-21:30
28. mars Egilsstaðir kl 19:30-21:30
29. mars Reyðarfjörður kl. 19:30-21:30