Í gærkvöldi var haldið vel heppnað ársþing UMSS í Tjarnarbæ Sauðárkróki. Gestgjafar voru Hestamannafélagið Léttfeti. Fjölmörg málefni voru á dagskrá og helst má telja að þing veitti stjórn umboð til að vinna að útdeilingu fjármuna frá sveitarfélaginu. Er það mikil breyting frá því sem áður var þegar félags- og tómstundanefnd sveitarfélagsins sá alfarið um þann pakka.
Margir góðir gestir voru á þinginu; Sigurjón Þórðarson þingmaður, Birgir Gunnlaugsson UMFÍ, Helga Guðjónsdóttur UMFÍ, Ómar Bragi Stefánsson UMFÍ, Hringur Hreinsson, Viðar Sigurjónsson ÍSÍ og Gunnar Bragason ÍSÍ.
Stjórn UMSS var endurkjörin á þinginu og skipa hana því Haraldur Þór Jóhannsson, Steinunn Hjartardóttir, Guðmundur Þór Guðmundsson, Margrét Stefánsdóttir og Hjalti Þórðarson. Varamenn í stjórn eru þau Arnar Halldórsson, Kristín Jóhannesdóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir.