Uppskeruhátíð UMSS og Skagafjarðar 2024

Íþróttamaður Skagafjarðar 2024
María Dögg Jóhannesdóttir
Íþróttamaður Skagafjarðar 2024
María Dögg Jóhannesdóttir

Árleg uppskeruhátíð UMSS var haldin fimmtudagskvöldið 19. desember 2025.

Við hófum uppskeruhátíð Íþróttamanns Skagafjarðar á því að fá endurnýjun á fyrirmyndarhéraði ÍSÍ, en UMSS fékk fyrst þessa viðurkenningu árið 2019. Viðar Sigurjónsson sérfræðingur hjá ÍSÍ kom og afhenti formanni UMSS Gunnari Þór Gestsyni viðurkenningarskjal í tilefni þess. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi og var samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015. Viðurkenning fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur og gildir til fjögra ára. Til að gerast Fyrirmyndarhérað þarf meðal annars að útbúa handbók um skipulag og starfsemi og má skoða handbók UMSS með því að smella á þennan link hér.

Á uppskeruhátíðinni eru veitt hvatningarverðlaun fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, styrkir veittur úr Afrekssjóði UMSS og landsliðsfólki UMSS veitar viðurkenningar.

Árlega fá á milli 10 og 20 ungmenni hvatningarverðlaun sem segir þeim að hreyfingin fylgist stolt með þeirra framgangi og hlakkar til að starfa með þeim áfram.  UMSS hefur veitt hvatningarverðlaun til ungmenna í meira en áratug og þetta hefur styrkt tengslin á milli UMSS,  iðkenda og foreldra þeirra.

Þetta árið veitti Afrekssjóður UMSS sjöhundruð og sextíu þúsund í styrki til 10 umsækjenda.  Þetta eru styrkir sem skipta máli fyrir íþróttafólk sem leggur sérstaklega mikið á sig sem fulltrúar íþróttafélaga, UMSS og í sumum tilfellum landsliðsfólk í sinni íþróttagrein.

Átta landsliðfólki voru veittar viðurkenningar, en þau hafa öll verið kölluð af sínu sérsambandi til að taka þátt í verkefnum á vegum þess á árinu sem er að líða.

Eftir kaffihlé ræddum við stuttlega um Unglingalandsmót UMFÍ og möguleika á að halda mótið á Sauðárkróki árið 2026.  Almennt voru góðar undirtektir og UMSS ásamt Skagafirði munu ganga til samninga við UMFÍ um mótið.  Skagfirðingar eru góðir gestgjafar og öll aðstaða til að halda Unglingalandsmót er til fyrirmyndar. 

Hápunktur hátíðarinnar er þegar lið ársins, þjálfari ársins og íþróttamaður ársins eru útnefnd.  Lið ársins 2024 er kvennalið Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem á árinu hóf sitt fyrsta tímabil í efstu deild og stendur sig þar með miklum ágætum.  Þjálfari ársins er Finnbogi Bjarnason sem er einn efnilegasti reiðkennari landsins og hefur náð góðum árangri með nemendur sína.  Íþróttamaður ársins í Skagafirði er María Dögg Jóhannesdóttir frá Knattspyrnudeild Tindastóls.  María hefur leitt lið Tindastóls í efstu deild þar sem Tindastóll er komið til að vera.

  

Viðurkenningar UMSS 2024                                                                  Hvataverðlaun 2024

  

Afrekssjóður UMSS                                                                              Landsliðsfólk UMSS 2024

            

Íþróttamaður Tindastóls 2024                  Lið ársins 2024 Meistarafl. kvk. KKD.                  Þjálfari árins 2024

Adomas Drungilas - KKD.                          Tindastóls, Inga Sólveig og Klara Sólveig.         Finnbogi Bjarnason - Hestamannaf. Skagfirðingur

 

Íþróttamaður Skagafjarðar 2024

María Dögg Jóhannesdóttir

María Dögg var tilnefnd til íþróttamanns Skagafjarðar 2024 af        Knattspyrnudeild UMF Tindastóls.

María Dögg er leiðtogi innan vallar sem utan í meistaraflokksliði Tindastóls   sem hélt sæti sínu annað árið í röð í efstu deild í knattspyrnu. María Dögg er einn af reynslu meiri leikmönnum Tindastóls og berst hún fyrir liðið og klúbbinn í öllum þeim einvígjum sem hún tekur sér fyrir hendi og er alltaf klár í að aðstoða aðra leikmenn í að verða betri.