Uppskeruhátið Frjálsíþróttafólks í Skagafirði

Frjálsíþróttakona UMSS 2015 Þóranna Ósk. og Frjálsíþróttamaður UMSS 2015 Daníel Þórarinsson. Ljósm./…
Frjálsíþróttakona UMSS 2015 Þóranna Ósk. og Frjálsíþróttamaður UMSS 2015 Daníel Þórarinsson. Ljósm./Facebook-síða Frjálsíþróttadeildar Tindastóls.

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin í Miðgarði sl. laugardag, þann 28. nóvember. Þar var það frjálsíþróttafólk Skagafjarðar sem skarað hefur fram úr þetta árið heiðrað í öllum flokkum.

Samkvæmt Facebook-síðu Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var Daníel Þórarinsson valinn Frjálsíþróttakarl UMSS 2015 og Frjálsíþróttakona UMSS 2015 er Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir. Þá voru Gísli Laufeyjarson Höskuldsson og Guðný Rúna Vésteinsdóttir kjörin Ungir og efnilegir unglingar 2015.

Íslandsmeistarar 2015 voru: Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir 6 titlar, Ísak Óli Traustasson 1. titill Gunnar Freyr Þórarinnsson 1 titill, Laufey Harðardóttir 1 titill . Unglingalandsmótsmeistari 2015 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir.

 
Heimild: Feykir.is
Allur hópurinn sem æfir hjá Frjálsíþróttadeild Tindastóls.

Íslandsmeistarar UMSS og ULM meistari ásamt Ungum og efnilegum og frjálsíþrótta manni og konu 2015.