Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2023
Boðið er upp á 19 íþróttagreinar á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og fjölda annarra viðburða og greina sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Að auki verða tónleikar öll kvöldin og nóg að gera.
Á meðal greinanna eru hlaupaskotfimi (biathlon), bogfimi, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, grasblak, grashandbolti, hestaíþróttir, hjólreiðar, júdó, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross og pílukast, skák, stafsetning, sund og upplestur.
Auk þess verður kynning á bandý, sandkastalagerð, víðavangshlaup, barnaskemmtun, glíma, leikjagarður og margt fleira. Þar á meðal eru vinnubúðir með Andrew Henderson, margföldum heimsmeistara í Freestyle Football. Hann hefur kennt fótboltastjörnum eins og Ronaldo, Messi, Neymar og mörgum fleirum töfrabrögð með boltann.
Þátttakendur geta skráð sig í eins margar greinar og viðkomandi vill taka þátt í
Tónleikar
Tónleikar verða öll kvöldin á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur. Á meðal þeirra sem koma fram eru: Emmsjé Gauti, Guðrún Árný, Magni Ásgeirsson, Herra Hnetusmjör, DJ Heisi, Danssveit Dósa, Arnór og Baldur og fleiri. Aðgangur að tónleikum og öllu öðru er innifalið í miðaverðinu
Miðaverð og tjaldsvæði
Aðeins kostar 8.900 krónur fyrir hvern þátttakanda á Unglingalandsmóti UMFÍ. Inni í miðaverðinu er aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna alla helgina (fyrir utan rafmagn), aðgangur á alla viðburði, tónleika, frítt í sund í Skagafirði og margt fleira.
Á Unglingalandsmót UMFÍ er hægt að skrá sig eftir íþróttahéraði og sambandsaðilum UMFÍ. Það er líka hægt að gera án héraðs.
Sambandsaðilar UMFÍ styrkja sumir þátttakendur á sínu svæði að hluta eða öllu leyti. Aðrir veita þátttakendur á sínu svæði ýmsan varning til viðbótar, svo sem peysur eða boli merkta sambandsaðilanum. Þess vegna er mikilvægt að velja rétt íþróttahérað við skráningu.
Mörg lið sem taka þátt á Unglingalandsmóti UMFÍ hafa lagt mikið í nöfn á liðum og flotta búninga. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma með frumleg nöfn á íþróttavöllinn.
Opið er fyrir skráningu núna!
Allar upplýsingar um mótið á www.umfi.is
Unglingalandsmót UMFÍ er líka á Facebook
https://youtu.be/0MT3Is5_uyc