Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn
Nú hvetjum við ykkur að koma á Unglingalandsmót sem verður í Þorlákshöfn. Það verður dagana 1. – 3. ágúst. Ef þið eruð eitthvað efins, þá langar okkur að segja ykkur frá því sem bjóðið er upp á.
Á fimmtudagskvöldið verður Jazzband Suðurlands með tónleika. Það verða listasmiðjur  settar upp þar sem hægt verður að mála og semja ljóð ( úrval ljóðanna verður svo hengt upp á völdum stöðum í bænum), fullt af skemmtilegum gönguleiðum sem tengjast sögu Þorlákshafnar, ýmsar sýningar s.s. ljósmyndasýningar, málverkasýningar og blaðaúrklippusýning. Handverkssýningar og götumarkaðir, brúðuleikhús með Einari Áskel og sýning sem heitir Umbreyting ( hún var sýnd í Þjóðleikhúsinu og fékk góða dóma,  þessi sýning er ekki síður fyrir fullorðna en börn). Að ógleymdu eru kvöldvökur og þar koma fram margir góðir listamenn og má nefna m.a. Hara systur, Haffi-Haff, Ingó og Veðurguðirnir (Þeir syngja Bahamas lagið vinsæla). Þannig það ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi.
Keppnisgreinarnar eru mjög fjölbreyttar og eru frjálsar íþróttir (byrjar kl 13:00 á föstud.) , knattspyrna ( byrjar kl 10:00 á föstud. ), glíma (byrjar kl 10:00 á laugard.), hestaíþróttir ( byrjar kl 10:00 á laugard.), körfubolti ( byrjar kl 09:00 á föstud.), skák (byrjar kl. 10:00 á laugard.), sund (byrjar kl 10:00 á laugard.) , motorcross (byrjar kl 12:00 á sunnud.) og golf (byrjar kl 08:00 á föstud.).
Meiri upplýsingar um mótið má lesa inn á www.ulm.is 
Þátttökugjaldið er 5500kr. en ef þú skráir þig í gengum  umss@simnet.is þá niðurgreiðir  UMSS gjaldið um 2.500 krónur. Einnig er hægt að skrá í síma 453 5460 á skrifstofutíma.
 Síðasti skráningardagur er 29. júlí 2008
Endilega komdu með okkur og upplifðu þetta skemmtilega mót.

Með bestu kveðju
Fh UMSS Alda Laufey Haraldsdóttir, frkv.stjóri