Unglingalandsmót UMFÍ

15. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2012.  Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið á Selfossi en mótshaldarinn HSK sá einnig um  framkvæmd mótsins í Þorlákshöfn  árið 2008. Undirbúningur mótsins er hafinn fyrir nokkur síðan og kominn vel á veg.  Öll íþróttaaðstaða á Selfossi er til fyrirmyndar og það er ljóst að sú aðstaða sem keppendum verður boðið uppá er ein sú allra besta sem hefur verið á Unglingalandsmótunum.  Tjaldsvæðið er í göngufæri við aðalkeppnissvæðið og þar eru framkvæmdir hafnar þannig að vel fari um gesti okkar sem þar koma til að vera.