14. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina.
Frjálsíþróttakeppni mótsins, sem jafnan er fjölmennasta keppni hvers árs, var mjög spennandi og skemmtileg. Keppendur voru um 600, álíka margir og á síðasta ári þegar mótið fór fram í Borgarnesi, en hafa einu sinni verið fleiri, það var árið 2009, þegar 700 keppendur mættu til keppni á Sauðárkróki.
Skagfirðingar sendu vaska sveit tæplega 40 keppenda á mótið. Lið UMSS stóð sig frábærlega vel, en alls vann liðið 13 meistaratitla og auk þess 17 silfur- og 10 bronsverðlaun. Til samanburðar má geta þess, að á síðasta ári unnu keppendur UMSS 3 meistaratitla, 6 silfur- og 10 bronsverðlaun á mótinu. Það er því ljóst að liðið er í mikilli framför.
Landsmótsmeistarar UMSS 2011:
Sæþór Már Hinriksson (11): Langstökk (4,24m) og þrístökk (9,38m).
Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17): 100m (11,60sek) og 200m (23,05sek).
Ófeigur Númi Halldórsson (11): Kúluvarp ( 8,50m).
Fríða Ísabel Friðriksdóttir (13): Hástökk (1,51m).
Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (15): Hástökk (1,61m).
Ísak Óli Traustason (16-17): Langstökk (6,22m).
Jónas Rafn Sigurbjörnsson (16-17): Hástökk (1,81m).
Laufey Rún Harðardóttir (18): Kringlukast (25,59m).
Piltasveit UMSS (11): Ófeigur Númi Halldórsson, Kristinn Knörr Jóhannesson, Óðinn Smári Albertsson, Sæþór Már Hinriksson: 4x100m boðhlaup (67,19sek).
Stúlknasveit UMSS (13): Hafdís Lind Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Fríða Ísabel Friðriksdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir: 4x100m boðhlaup (55,49sek).
Piltasveit UMSS (16-17): Daníel Þórarinsson, Ísak Óli Traustason, Jónas Rafn Sigurjónsson, Jóhann Björn Sigurbjörnsson: 4x100m boðhlaup (45,88sek).
Allar upplýsingar um ULM 2011 má sjá HÉR !