Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 dagana 31. júlí – 2. ágúst. Mótið er haldið í samstarfi við HSK og Sveitarfélagið Árborg. Mótið hefur sannað gildi sitt sem glæsileg vímuefnalaus fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman kemur fjöldi barna og ungmenna með fjölskyldum sínum.
Mótið er fyrir 11-18 ára börn og ungmenni sem reyna fyrir sér í fjölmörgum íþróttagreinum. Á Unglingalandsmóti UMFÍ verður að þessu sinni boðið upp á fjölda frábæra greina og viðburði frá morgni til kvölds. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna, leikjatorg og fleiri viðburði.
Greinarnar eru; hlaupaskotfimi (biathlon), bogfimi, fimleikar og fimleikalíf, frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, hestaíþróttir, íþróttir fatlaða, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, rafíþróttir, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund, taekwondo og upplestur. Á hverju kvöldi verða svo tónleikar með landsþekktu tónlistarfólki.
Eins og ævinlega er fjölbreytt dagskrá og afþreying fyrir alla mótsgesti yfir allt mótið. Börn yngri en 10 ára fá líka fjölmörg verkefni eins og foreldrarnir. Það verður líf og fjör á Selfossi frá morgni til kvölds alla mótsdagana. Hér eru nokkur sýnishorn af því sem boðið verður uppá: Flugeldasýning, fótboltabilljard, fótboltamót barna 10 ára og yngri, fótboltapanna, frjálsíþróttaleikar barna, gönguferðir, kvöldvökur, tónleikar með besta tónlistarfólki landsins, ringó, sundleikar barna og margt fleira. Öll afþreying er opin og án endurgjalds.
Skráningargjald er 7.900kr. en keppendur sem skrá og velja UMSS sem sitt héraðssamband greiða 3.900 kr. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en geta þó tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á. Skráning og greiðsla fer í gegnum greiðsluþjónustukerfið NORA.
Skráning hefst á www.ulm.is 1. júlí og lýkur á miðnætti 26. júlí.
Ítarlegri upplýsingar er einnig að finna á facebókargrúbbu sem UMSS hefur stofnað fyrir forráðamenn þátttakenda https://www.facebook.com/groups/178421723396063/