Unglingalandsmóti UMFÍ hefur verið frestað um ár en fyrirhugað var að halda mótið á Selfossi um verslunarmannahelgina í byrjun ágúst.
Síðustu ár hafa um tíu þúsund mótsgestir, þátttakendur á 11-18 ára aldri og aðstandendur þeirra mætt á Unglingalandsmót.
Skráning á mótið hófst 1. júlí, búið er að loka fyrir skráningar og endurgreiða þeim sem búið var að skrá á mótið.
UMFÍ í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni tók þá ákvörðun um að fresta mótinu, enda yrði erfitt að tryggja öryggi gesta á svo fjölmennum viðburði.
Þetta þýðir að Unglingarlandsmót UMFÍ sem átti að halda á Sauðárkróki / Skagafirði verslunarmannahelgina 2021 færist aftur um ár eða til 2022.