ULM 2010 Borgarnes - Mynd mbl.is
13. Unglingameistaramót UMFÍ fór fram í Borgarnesi um verslunarmannahelgina, 29. júlí - 1. ágúst. Mótshaldið tókst mjög vel, veður var gott og keppendur hafa aldrei verið fleiri, eða um 1700 talsins í öllum greinum mótsins.
Við setningu mótsins í Borgarnesi var tilkynnt að ULM 2012 yrði haldið á Selfossi, en aðrir umsækjendur voru UMSE og UFA með mótsstað á Akureyri og USÚ á Hornafirði. Á næsta ári mun UÍA standa fyrir mótinu á Egilsstöðum.
Í frjálsíþróttakeppninni nú voru keppendur um 600, sem er um 100 færri en á Sauðárkróki í fyrra, en samt er þetta næstmesti fjöldi í frjálsíþróttum á ULM. Lið UMSS var skipað 38 keppendum, sem allir stóðu sig vel og voru til sóma innan vallar sem utan.
Alls vann UMSS-liðið til 19 verðlauna, 3 gull, 6 silfur og 10 brons.
* Fríða Ísabel Friðriksdóttir (12) varð ULM-meistari í 600m hlaupi, hún varð einnig í 2. sæti í 60m og 3. sæti í langstökki.
* Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (12) varð ULM-meistari í hástökki, hún varð einnig í 2, sæti í langstökki og 3. sæti í 60m.
* Stelpnasveit UMSS (12) sigraði í 4x100m boðhlaupi, en í sveitinni voru Gréta María Halldórsdóttir, Fríða Ísabel Friðriksdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Gunnhildur DÍs Gunnarsdóttir.
* Laufey Rún Harðardóttir (17-18) varð í 2. sæti í kúluvarpi og kringlukasti, og í 3. sæti í 100m og hástökki.
* Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (14) varð í 2. sæti í hástökki.
* Jóhann Björn Sigurbjörnsson (15-16) varð í 2. sæti í 100m.
* Sylvía Sif Halldórsdóttir (11) varð í 3. sæti í 600m.
* Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (14) varð í 3. sæti í 100m.
* Sindri Gunnarsson (17-18) varð í 3. sæti í kringlukasti.
* Stelpnasveit UMSS (11) varð í 3. sæti í 4x100m boðhlaupi, í sveitinni voru Sigríður Vaka Víkingsdóttir, Hafdís Sigurjónsdóttir, Vala Rún Stefánsdóttir og Valdís Valbjörnsdóttir.
* Strákasveit UMSS (12) varð í 3. sæti í 4x100m boðhlaupi, í sveitinni voru Haukur Ingvi Marinósson, Bjarni Páll Ingvarsson, Ragnar Yngvi Marinósson og Sigfinnur Andri Marinósson.
* Sveinasveit UMSS (15-16) varð í 3. sæti í 4x100m boðhlaupi, í sveitinni voru Brynjólfur Birkir Þrastarson, Ísak Óli Traustason, Daníel Þórarinsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson.