Unglingalandsmót UMFÍ (ULM) var haldið í Þorlákshöfn dagana 3. - 5. ágúst. Keppendum frá Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) fækkaði talsvert frá því í fyrra, en gaman var þó að sjá að þeir sem fóru höfðu gaman í keppni og leik í fjölmörgum greinum á mótinu.
Föstudagurinn byrjaði og endaði kaldur og blautur. Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og tóku þátt í sínum greinum bæði innan og utan dyra. Setningarathöfninni var ákveðið fresta til laugardags vegna veðurs. Laugardagurinn var sólríkur og bjartur, UMSS krakkarnir voru út um allt að keppa og prufa nýjar greinar. Síðar um kvöldið mættu þau síðan öll í skrúðgönguna ásamt formanni UMSS. Sunnudagurinn var frábær, sólin lét sjá sig. Síðasta keppnisgrein mótsins var kökuskreytingarkeppnin, þar sem margar frumlegar hugmyndir voru sýndar. Mótinu lauk síðan með flugeldasýningu á sunnudagskvöldinu þar sem Ungmennasamband Borgarfjarðar tók við Fyrirmyndarbikar UMFÍ, en UMSS hlaut þann heiður á síðasta Unglingalandsmóti.
Næsta ULM verður á Höfn í Hornafirði 2019 og vonandi munu enn fleiri sækja mótið fyrir hönd UMSS. ULM eru frábær skemmtun um verslunarmannahelgi þar sem saman koma börn og ungmenni ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Á ULM geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Sjáumst hress á Höfn í Hornafirði dagana 1. - 4. ágúst 2019, áfram UMSS!
Þátttaka keppenda á ULM í Þorlákshöfn 2018.
Bogfimi 7 keppendur frá UMSS og hlaust einn Unglingalandsmóts titill:
Í lokuðum flokki átti UMSS fjóra keppendur;
- 1. sæti Óskar Aron Stefánsson
- 3. sæti Indriði Ægir Þórarinsson
- 4.sæti Veigar Þór Sigurðarson
- 5. sæti Leifur Hlér Jóhannesson
í opnum flokki átti UMSS þrjá keppendur;
- Isabelle Lydia Chirikadzi
- Sara Rún Sævarsdóttir
- Trausti Helgi Atlason
Dorgveiði 4 keppendur frá UMSS.
Í hópi 11-14 ára
- Atli Steinn Stefánsson
- Hlífar Óli Dagsson
- Óskar Aron Stefánsson
- Trausti Helgi Atlason
Frisbígolf 1 keppandi
Frjálsar íþróttir 18 keppendur frá UMSS. Þar unnust tveir Unglingalandsmótstitlar:
Skráðir keppendur Í stafrófsröð
- Andrea Maya Chirikadzi sigraði í kúluvarpi, 6. sæti kringlukasti og í 8 sæti í spjótkasti 15 ára.
- Aníta Ýr Atladóttir varð í 3. sæti í spjótkasti, 4. sæti í kúluvarpi og í 4. sæti kringlukasti 16-17 ára.
- Axel Arnarson lenti í 7. sæti í úrslithlaupi í 60m og í 7. sæti í 600m hlaupi 11 ára.
- Áróra Ingibjörg Birgisdóttir keppti í 60m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og spjótkasti.
- Birta Sylvía Ómarsdóttir keppti í langstökki og í 800m hlaupi 15 ára.
- Bryndís Heiða Gunnarsdóttir lenti í 2. sæti í sameiginlegri boðhlaupsveit UMF Kötlu og UMSS og einnig keppti hún í langstökki 16-17 ára
- Emilia Kvalvik Hannesdóttir keppti í 60m hlaupi og kúluvarpi 12 ára.
- Guðmundur Smári Guðmundsson keppti í 100m hlaupi og kringlukasti 16-17 ára.
- Guðný Rún Vésteinsdóttir lenti í 5. sæti í spjótkasti, 6. sæti í kúluvarpi, 7. sæti í 100m hlaupi, 9. sæti í kringlukasti og einnig keppti hún í langstökki 16-17 ára.
- Hekla Valdís Birgisdóttir keppti í 100m hlaupi 16-17 ára
- Hlífar Óli Dagsson lenti í 9. sæti í spjótkasti og 10. sæti í kúluvarpi 11 ára.
- Indriði Ægir Þórarinsson lenti í 2. sæti í spjótkasti, og einnig keppti hann í kringlukasti og kúlu 14 ára.
- Inga Sólveig Sigurðardóttir lenti í 10. sæti í spjótkasti og einnig keppti hún í 100m hlaupi og 80m grind 15 ára.
- Ingigerður Magnúsdóttir keppti í 100 m hlaupi og langstökki 16-17 ára
- Isabelle Lydia Chirikadzi keppti í kúluvarpi og spjótkasti 12 ára.
- Marín Lind Ágústsdóttir varð í 2. sæti í spjótkasti, einnig keppti hún í 100m hlaupi og langstökki 15 ára.
- Óskar Aron Stefánsson lenti í 2. sæti í sameiginlegri sveit UÍA og UMSS, 3. sæti í hástökki, 3. sæti í spjótkasti, 4. sæti í kringlukasti, 6. sæti í 100m hlaupi, 6. sæti í langstökki og í 7. sæti í 80m grindarhlaupi, einnig keppti hann í þrístökki og kúluvarpi 14 ára.
- Stefanía Hermansdóttir lenti í 4. sæti í kringlukasti, 6. sæti í kúluvarpi og 6. sæti í spjótkasti 15 ára.
- Unnur María Gunnarsdóttir varð í Unglingalandsmótsmeistari í langstökki og 2. sæti í 60m hlaupi í flokki fatlaðra.
Glíma 1 keppandi frá UMSS og hlaust einn Unglingalandsmóts titill.
- 1. sæti Óskar Aron Stefánsson í flokki 13-14 ára
Golf 5 keppendur frá UMSS og hlaust einn Unglingalandsmóts titill.
- 1. sæti Una Karen Guðmundsdóttir, höggleikur án forgjafar 11-13 ára
- 2. sæti Alexander Franz Þórðarson, höggleikur án forgjafar 11-13 ára
- 2. sæti Arnar Freyr Guðmundsson , höggleikur án forgjafar 16-18 ára
- 3. sæti Tómas Bjarki Guðmundsson, höggleikur án forgjafar 11-13 ára
- 5. sæti Veigar Þór Sigurðsson, höggleikur án forgjafar 11-13 ára
Knattspyrna 15 keppendur frá UMSS
- 15-16 ára stelpur “Beint úr KS“ í 7. sæti. Andrea Maya Chirikadzi, Bryndís Heiða Gunnarsdóttir, Eva María Rúnarsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Inga Sólveig Sigurðardóttir, Katrín Eva Óladóttir, Kristín María Snorradóttir, Marín Lind Ágústsdóttir og Stefanía Hermansdóttir
- 15-16 ára strákar “Team Skagafjörður“ í 7. sæti. Guðmundur Smári Guðmundsson, Helgi Mednis Guðmundsson og Indriði Ægir Þórarinsson.
- 13-14 ára strákar “FC Fáskrúðsfjörður og UMSS“ í 9. sæti. Atli Steinn Stefánsson og Einar Ísfjörð Sigurpálsson.
- 11-12 ára strákar “KFR“ í 21. sæti. Hlífar Óli Dagsson
Kökuskreytingar 7 keppendur frá UMSS
Einstaklingskeppni 11-14 ára
- Emilia Kvalvik Hannesdóttir
Liðakeppni 11-14 ára
- Isabelle Lydia Chirikadzi
- Sara Rún Sævarsdóttir
- Indriði Ægir Þórarinsson
- Óskar Aron Stefánsson
Liðakeppni 15-18 ára
- Guðný Rúna Vésteinsdóttir
- Elín Rós Þorkelsdóttir Vadström
Körfuknattleikur 14 keppendur frá UMSS
- 11-12 ára strákar “Naglarnir“ 2. sæti. Axel Arnarson.
- 15-16 ára stúlkur “Beint úr KS“ í 4. sæti. Andrea Maya Chirikadzi, Bryndís Heiða Gunnarsdóttir, Eva María Rúnarsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Inga Sólveig Sigurðardóttir, Katrín Eva Óladóttir, Kristín María Snorradóttir, Marín Lind Ágústsdóttir og Stefanía Hermansdóttir.
- 11-12 ára stúlkur “Stuðboltarnir og Tindastóll“, 5. sæti. Isabelle Lydia Chirikadzi og Sara Rún Sævarsdóttir.
- 13-14 ára strákar “DAB & UMSS“, 5 sæti. Atli Steinn Stefánsson og Einar Ísfjörð Sigurpálsson.
Sandkastlagerð 2 keppendur frá UMSS,
- Indriði Ægir Þórarinsson
- Óskar Aron Stefánsson
Skák 2 keppendur frá UMSS
- Hlífar Óli Dagsson
- Óskar Aron Stefánsson
Stafsetning 2 keppendur frá UMSS
- Hlífar Óli Dagsson
- Óskar Aron Stefánsson
Strandhandbolti 1 keppandi frá UMSS
- 13-14 ára strákar “Fallegar tær“ (úrslit ekki kunn). Óskar Aron Stefánsson.
Sund 2 keppendur frá UMSS
- Guðmundur Smári Guðmundsson 3. Sæti 100m skrið 16-17 ára
- Óskar Aron Stefánsson
Upplestur 1 keppandi frá UMSS