Unglingalandsmótið var haldið um helgina og var metþátttaka. Það voru rúmlega 2000 keppendur sem tóku þátt á mótinu og yfir 100 fóru frá UMSS flestir í knattspyrnu, körfubolta og frjálsum.
Auk keppenda er talið að nálægt 15 þúsund manns hafi sótt mótið.
Dagskrá mótsins á Selfossi var glæsileg í alla staði sem og framkvæmd mótsins. Þar gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Keppt var í 14 greinum á mótinu sem hófst snemma á föstudagsmorgni og lauk ekki fyrr en seinni partinn á sunnudeginum. Auk þess var margs konar afþreying í boði alla daga mótsins. Þeir sem voru 10 ára og yngri fengu að spreyta sig í frjálsum íþróttum, sundi og knattspyrnu. Boðið var upp á KSÍ knattþrautir og KKÍ skotkeppni.
Mótinu var síðan formlega slitið með veglegri flugeldasýningu en næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði 2013 og 2014 á Sauðárkróki.
Keppendur UMSS stóðu sig vel og hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit
Úrslit úr Knattspyrnu
Stelpur 11-12 ára lentu í 4 sæti
Strákar 11-12 ára lentu í 10 sæti
Stelpur 13-14 ára lentu í 2 sæti og 5 sæti
Strákar 13- 14 ára lentu í 18 sæti
Stelpur 15-16 ára lentu í 6 sæti
Úrslit úr Körfuboltanum
Úrsit í körfu koma hér inn þegar þau eru til
Úrslit úr frjálsum
Ari Óskar Víkingsson(11) – Silfur í 60m
Jóhann Björn Sigurbjörnsson(17) - Silfur í 100m og langstökki. Brons í 110mgr
Fríða Ísabel Friðriksdóttir(14) – Gull í þrístökki. Silfur í 100m, 80mgrind og langstökki
Þorgerður Bettina Friðriksdóttir(16) – Brons í 100m
Daníel Þórarinsson(18) – Gull í 800m. Brons í langstökki
Sæþór Már Hinriksson (12)– Silfur í 60m grind
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir(15) – Brons í 80mgrind,langstökki
Agnar Ingimundarson(17) – Brons í háskökki
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16)– Silfur í hásökki
Gunnar Freyr Þórarinsson(13) – Brons í kúluvarpi
Haukur Ingvi Marinósson(14) – Brons í kringlukasti
Hákon Ingi Stefánsson(15) – Brons í kringlukasti
Ragnar Ágústsson (11)– Gull í spjótkastti
Starfsíþróttir
Gunnar Freyr Þórarinsson lenti í 8-10 sæti í stafsetningu
Ríkey Þöll Jóhannesdóttir lenti í 1 sæti í upplestri