Unglingalandsmót UMFÍ

Metþátttaka verður á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningu á mótið lauk formlega í gærkvöldi en þá höfðu um 1900 þátttakendur skráð sig til þátttöku en ekki er útilokað sú tala muni hækka og færast nær 2000 þúsund þátttakendum.

Skipuleggjendur unglingalandsmótsins gera ráð fyrir miklum fjölda gesta og er ekki ólíklegt að þeir verði hátt í 15 þúsund.

Frá UMSS fara yfir 100 keppendur úr  hinum ýmsu greinum. Flestir í fótbolta og frjálsum.