Nú fer að líða lokum skráningar á Unglingalandsmótið og viljum við hvetja fólk til að skrá börn sín og taka þátt á þessu frábæra móti. Skráningu líkur sunnudaginn 29 júlí.
Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni. Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu
Keppnisgreinar eru dans, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfubolti, mótorkross, skák, taekwondo og starfsíþróttir
Mótsgjaldið er 6000 kr en UMSS greiðir gjaldið niður um helming. Þannig að keppendur UMSS greiða 3000 kr.
Ungmennasambandið vonast til að sjá sem flesta á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina 2012