Stafsetning og Upplestur
Staðsetning: Kennslustofa/hátíðarsalur FSU
Föstudagur Stafsetning Keppni hefst kl. 15:00
Keppni lokið kl. óvíst
Sunnudagur Upplestur Keppni hefst kl. 15:00
Keppni lokið kl. óvíst
Keppnisflokkar:
Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 11-14 ára og 15-18 ára. Ekki verður kynjaskipt.
Keppnisgreinar:
Keppt verður í stafsetningu og upplestri.
Keppnisfyrirkomulag og -reglur:
Stafsetning: Farið verður eftir reglugerð sem Starfsíþróttaráð UMFÍ samþykkti árið 2010, fyrir utan að keppt er í áðurnefndum aldursflokkum. Keppendur leysa stafsetningarþraut eftir upplestri þar sem fylla þarf inn í 50 eyður. Sá sem gerir fæstar villur í hvorum flokki sigrar. Báðir aldursflokkar sitja í sama sal og leysa sömu þraut.
Upplestur: Farið verður eftir dómstiga Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er ár hvert í grunnskólum landsins.
Keppendur flytja tvenns konar texta. Annars vegar eitt íslenskt ljóð og hins vegar textabrot úr bók eftir íslenskan höfund. Keppendur velja sjálfir efni til að flytja og hafa meðferðis í keppnina. Flutningur skal í heildina taka um 2 mínútur. Dómnefnd er skipuð þremur einstaklingum, aðeins verður tilkynnt um þrjú efstu sætin í hvorum