Unglingalandsmótið 2023 sem haldið verður hér á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina verður það 24. í röðinni. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og líkur sunnudaginn 6. ágúst.
Unglingalandsmót hafa verið haldin á Sauðárkróki árin 2004, 2009 og 2014 með hjálp margrar handa.
Þegar Landsmót Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) var haldið hér á Sauðárkróki árið 2018, var greitt um 2.500 kr. fyrir hverja vinnustund sjálfboðaliðans til félags/deildar að þeirra vali.
Við treystum því á okkar frábæru sjálfboðaliða til að sinna hinum ýmsum verkefnum á Unglingalandsmóti UMFÍ nk. verslunarmannahelgi og eru verkefni við allra hæfi. Með hverri klst. styrkir þú þitt sambandi, félagi eða deild.
Hér fyrir neðan velur þú þitt samband/félag/deild sem þú vilt styrkja með þinni sjálfboðavinnu, þú getur einungis skráð þig á eitt samband/félag/deild, í hverri skráningu. Ef þú vilt styrkja fleiri sambönd/félag/deildir með þínu vinnuframlagi, þá getur þú skráð þig aftur eftir þessa skráningu og valið annað félag/deild og aðra daga/tíma.
Til dæmis gætir þú verið sjálfboðaliði hjá Golfklúbb Skagafjarðar á fimmtudegi og laugardegi þó að golfið verði einungis spilað á fimmtudeginum, en við myndum setja þig t.d. á laugardeginum í aðstoð í skráningartjald keppenda á Sauðárkróksvelli þar sem frjálsíþróttamótið fer fram, en tími þinn þar rennur samt til Golfklúbbsins.
Endilega fylltu út formið hér að neðan og við finnum út í sameiningu hvar kraftar þínir nýtast best.
Nánari uppslýsingar um mótið og mótshaldara
Ungmennasamband Skagafjarðar
Unglingalandsmót UMFÍ 2023
Skagafjörður
Ef eitthvað er óljóst þá er þér velkomið að hafa samband við UMSS umss@umss.is