Bogfimi og Strandblak verða sýningagreinar
Tvær greinar sem eru tiltölulega nýjar á Íslandi verða til sýnis á Sauðárkróki. Önnur greinin er strandblak sem Krækjurnar á Sauðárkróki standa fyrir og sýna á strandblakvellinum fyrir sunnan sundlaugina föstudaginn 31. júlí kl 17-19. Hin greinin er bogfimi er sem verður til sýnis sunnudaginn 2. ágúst kl 16-18. Félagar frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og félagar úr Skotfélaginu Ósmann ætla að halda smá keppni og sýna fólki bogfimi svo og fræða það um greinina. Bogfimi er tiltölulega ný íþróttagrein á Íslandi en þarna gefst fólki kostur á að afla sér upplýsinga og sjá bogfim í návígi