Unglingalandslið FRÍ 2024-2025

Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir
Hlaðin verðlaunum eftir Unglingalandsmót UMFÍ, Borgarnesi 2024
Mynd…
Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir
Hlaðin verðlaunum eftir Unglingalandsmót UMFÍ, Borgarnesi 2024
Mynd frá FB síðu Hildar Magnúsdóttir

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt nýtt unglingalandslið 15-19 ára fyrir tímabilið 2024-2025 og hafa 60 einstaklingar náð þessum frábæra árangri. Unglingalandsliðið er valið út frá árangri á utanhúss tímabilinu 2024 og eru skilgreind lágmörk í hverri grein og aldursflokki.

Einn Skagfirðingur er kominn inn í unglingalandsliðið í ár en það er hún Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir, með árangurinn 1,57 m í hástökki og  12.90 sek. í 80m grind.

Frjáls íþróttafólk er tekið inn í hópinn jafn óðum yfir tímabilið og því mögulegt að fleiri keppendur innan UMSS bætist hópinn á innanhúss tímabilinu 2025 og munum við hvetja okkar fólk á þeim mótum sem fram undan eru í vetur.

Við erum einstaklega stolt af Skagfirðinginum okkar og óskum henni Súsönnu Guðlaugu innilega til hamingju með árangurinn.