Undirbúningi fyrir landsmótin miðar ágætlega

Í herbúðum UMSS er undirbúningur fyrir landsmótin á mikilli siglingu. Landsmótsnefnd UMSS var sett á laggirnar fyrir jól og hefur haldið 3 fundi. Fulltrúar í henni eru frá öllum aðildarfélögum innan UMSS auk tveggja stjórnarmanna UMSS. Vinna nefndarinnar felst helst í því að hvetja sitt fólk til þátttöku og vinnu á báðum landsmótunum í sumar. Nokkuð ljóst er að félög innan UMSS verða að leggja fram verulega vinnu við landsmótin svo það gangi allt upp. Fundað verður reglulega fram eftir vetri til að skiptast á skoðunum og stilla saman strengina.