UMSS sigrar "Þristinn"

Síðastliðið fimmtudagskvöld var hinn árlegi "Þristur" háður á Sauðárkróksvelli, en um er að ræða frjálsíþróttamót milli nágranna á Norðurlandi vestra.  Svo fór að UMSS vann glæstann sigur og fékk bikarinn til varðveislu í eitt ár.

Stigakeppni liðanna fór þannig:
UMSS    227,5 stig
USAH    177 stig
USVH 164,5 stig.

Ásgeir Trausti Einarsson USVH bætti 5 daga gamalt Íslandsmet pilta 13-14 ára í spjótkasti þegar að hann kastaði 400 g. spjótinu 63,38 m. Ásgeir Trausti kastaði spjótinu 62,63 m. á Unglingalandsmóti UMFÍ um síðustu helgi og bætti því eigið met um 75 cm.