UMSS með styrk úr verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ

UMSS fékk í dag styrk úr verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ. UMSS óskaði eftir styrk úr verkefnasjóði að upphæð kr. 150.000.- til að taka saman öll merki aðildarfélaga UMSS og koma þeim á tölvutækt form. Hugmyndin er að gefa úr bækling með merkjum félagana og helstu upplýsingum um þau og dreifa honum til landsmótsgesta. Samþykkt að veita 100.000 kr. gegn því að fá tölvutækt eintak af merkjunum.