Ungmennasamband Skagafjarðar
Í dag er 100 ára afmælisdagur Ungmennasambands Skagafjarðar en stofndagurinn var 17. apríl 1910. Á þessum 100 árum hefur eðlilega margt drifið á daga sambandsins og mörg góð verkefni verið í gangi. Á stofnfundinn mættu fulltrúar frá fjórum ungmennafélögum sem töldust því vera stofnfélagar, Framför Lýtingsstaðahreppi, Fram Seyluhreppi, Hegri Rípurhreppi og Æskan Staðarhreppi. Fyrsta stjórn UMSS var: Brynleifur Tobíasson Geldingaholti formaður, Árni J Hafstað Vík ritari og Jón Sigurðsson Reynistað gjaldkeri. Löngu seinna ganga svo líka önnur félög en ungmennafélög í sambandið.