Vorfundur Ungmennafélags Íslands var haldinn Laugardaginn 5. maí s.l. á Selfossi. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti fundinn en yfir 40 fulltrúar ungmenna- og héraðssambanda sækja fundinn sem stóð yfir í allan daginn.
Þórir Haraldsson, formaður unglingalandsmótsnefndar fyrir Unglingalandsmótið á Selfossi í sumar, var með kynningu á mótinu og fór með fulltrúa um svæðið sem hýsa mun unglingalandsmótið í sumar. Aðstæður allar á Selfossi eru fyrsta flokks og glæsileg íþróttamannavirki hafa verið byggð á síðustu árum. Þá flutti Dr. Sigrún Gunnarsdóttir frá Þekkingasetri um þjónandi þjónustu áhugavert erindi undir yfirskriftinni ,,Þjónandi forysta".
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, var með kynningu á samstarfi HSV og Ísafjarðarbæjar og eftir hádegið voru fyrirlestrar, fyrirspurnir og kynningar á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður í Mosfellsbæ í sumar. Að lokum var farið í stefnumótunarvinnu UMFÍ undir handleiðslu Sævars Kristinssonar.