UMF Tindastóll - Körfuknattleiksdeild

Viðar og Pétur Rúnar með verðlaunin.
Viðar og Pétur Rúnar með verðlaunin.

Lokahóf körfuknattleiksdeildar fór fram 30. apríl sl. Að venju voru afhent verðlaun fyrir veturinn. Körfuboltaárið hefur verið gott hjá Tindastóli og vill körfuknattleiksdeildin koma á framfæri þakklæti til sjálfboðaliða, styrktaraðila og stuðningsmanna fyrir kröftugt starf í vetur.

Þeir Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson hlutu öll verðlaun í meistaraflokki karla. Hannes Ingi Másson var valinn besti leikmaðurinn í unglingaflokki karla, Þröstur Kárason efnilegastur og Kristófer Skúli Auðunsson með besta ástundun. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir var besti leikmaðurinn í unglingaflokki kvenna, Telma Ösp Einarsdóttir efnilegust og Sunna Þórarinsdóttir með bestu ástundun. Pétur Rúnar Birgisson var valinn besti leikmaður í meistaraflokki karla.

Heimild: Feykir.is