UMF Tindastóll - Körfuknattleiksdeild

Linda Þórdís B. Róbertsdóttir (mið) og Bríet Lilja Sigurðardóttir (hægri) ásamt Dagbjörtu Dögg Karls…
Linda Þórdís B. Róbertsdóttir (mið) og Bríet Lilja Sigurðardóttir (hægri) ásamt Dagbjörtu Dögg Karlsdóttir (vinstri) frá Reykjum í Hrútafirði. Mynd: Feykir.is

Nú er nýafstaðið Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik. UMF Tindsstóll átti sína fulltrúa í U18 landsliði stúlkna en það eru þær  Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir.

Stúlknalandsliðið byrjaði vel á mótinu með tvo örugga sigra á landsliðum Dana og Noregs. Heldur seig á ógæfuhliðina hjá stúlkunum í seinni hluta mótsins en þær töpuðu síðustu þremur leikjunum en stóðu þó nokkuð vel í liðunum, þá sérstaklega í lokaleiknum á móti sigurvegurum mótsins, Finnum en sá leikur fór 71-77. Þær hlutu bronsið fyrir frammistöðu sína á mótinu en í öðru sæti var landslið Svía.

Linda Þórdís lék að meðaltali 8,08 mínútur og skoraði 0,4 stig í leik og tók 3,2 fráköst.
Bríet Lilja spilaði 7,48 mínútur í leik en hún skoraði 1,2 stig að meðaltali og greip 1,4 fráköst.

Heimild: Feykir.is