UMF Tindastóll - Körfuknattleiksdeild

Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem haldinn var í gær í Vallarhúsinu á Sauðárkróki var Stefán Jónsson kjörinn formaður en tveir höfðu boðið sig fram. Þá voru lagðir fram tveir listar þar sem stjórnarfólk bauð sig fram og telur stjórnin nú sjö manns en í reglum deildarinnar segir að minnst þrír skuli skipa stjórn en ekki er talað um hámarksfjölda. Elstu menn muna ekki eftir því að kosið hafi þurft milli manna fyrr í formannsstólinn.

Í ársreikningi kemur fram að rekstur deildarinnar hefur verið réttu megin við núllið því rúm 148 þúsund krónur eru í afgang eftir rekstrarárið.

Hjá unglingaráði varð hins vegar tap upp á rúm 277 þúsund og má segja að það sé árangurstengt þar sem ferða- og dómarakostnaður hækkaði vegna fleiri leikja.

Á fundinum var samþykkt að breyta rekstrarári körfuknattleiksdeildarinnar þannig að í framtíðinni verði það frá 1. maí til 30. apríl og taki því ný stjórn við fljótlega eftir að leiktímabili lýkur.

Auk Stefáns Jónssonar og Eiríks Loftssonar, sem sjálfkrafa situr í stjórn sem formaður unglingaráðs, voru eftirfarandi kosnir til setu:

Una Sigurðardóttir
Ólafur B. Stefánsson
Björn Hansen
Hafdís Einarsdóttir
Ásmundur Baldvinsson.

Heimild: Feykir.is