UMF Tindastóll - Körfuknattleiksdeild

U20 ára lið kvenna í körfubolta tekur þátt í Evrópukeppni FIBA Europe í byrjun júlí í sumar. Þrjár skagfirskar stúlkur voru valdar af Finni Jónssyni landsliðsþjálfara í 25 manna æfingahóp  leikmanna sem kemur saman eftir miðjan maí til æfinga. Endanlega lið verður svo valið í kjölfarið úr þeim hópi en hópurinn er skipaður leikmönnum sem fæddir eru 1998 og 1999. Aðstoðarþjálfari liðsins verður Hörður Unnsteinsson.

Stúlkurnar skagfirsku leika allar með liðum utan héraðsins; Bríet Lilja Sigurðardóttir leikur með Skallagrími í Borgarnesi, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir  Njarðvík og Valdís Ósk Óladóttir með Stjörnunni í Garðabæ.

U20 lið kvenna mun taka þátt í Evrópukeppni FIBA dagna 7.-15. júlí í Oradea í Rúmeníu og er B-riðli með Hvíta-Rússlandi, Danmörku, Tyrklandi, Búlgaríu og Tékklandi. Í A-riðli leika Bretland, Grikkland, Úkraína, Litháen, Rúmenía og Ísrael. Eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti.