Þessir hressu drengir kepptu fyrir hönd Tindastóls á Íslandsmóti yngri flokka í júdó. Frá vinstri: Magnús Elí Jónsson, Þorgrímur Svavar Runólfsson og Viktor Darri Magnússon.
Júdódeild Tindastóls átti þrjá keppendur á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem haldið var í Laugabóli, hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík, 30. apríl síðastliðinn.
Íslandsmótið er stærsta mót ársins þar sem allir sterkustu júdóiðkendur landsins koma saman og etja kappi. Keppt er í aldurs- og þyngdarflokkum en yngri flokkar eru einskorðaðir við aldurinn frá 11 til 20 ára. Allir keppendur voru til fyrirmyndar og náðist frábær árangur þar sem Þorgrímur Svavar Runólfsson hampaði Íslandsmeistaratitli í U15 -81 og Viktor Dara Magnússon varð annar í U13 -66.