Ísak Óli Traustason. Mynd: FRÍ
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um síðustu helgi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Á mótinu keppti fremsta frjálsíþróttafólk landsins og var hörkukeppni í flestum greinum. Á heimasíðu Tindastóls segir að sex Skagfirðingar hafi verið á meðal keppenda þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ísak Óli Traustason, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Óli Svavarsson, Vignir Gunnarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði 2. sætinu í 60m hlaupi, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir: 2.-3. sæti í hástökki, Sveinbjörn Óli Svavarsson: 7. sæti í 60m hlaupi og 5. sæti í 200m hlaupi, Hrafnhildur Gunnarsdóttir: 8. sæti í kúluvarpi sem og Vignir Gunnarsson sem einnig endaði í 8. sæti í kúluvarpi.
Ísak Óli Traustason endaði í 6. sæti í stangarstökki, 2. sæti í langstökki og sigraði í 60m grindahlaupi á 8,26sek sem er persónulegt met. UMSS endaði í 4. sæti í verðlaunum talið, af 12 félögum og samböndum sem kepptu á mótinu, og í 6. sæti í heildarstigakeppninni.