UMF Hjalti

Glaðar Krækjur á leið upp í 2. deild. Mynd af Facebook
Glaðar Krækjur á leið upp í 2. deild. Mynd af Facebook

Síðasta keppnishelgi Íslandsmótsins í Blaki fór fram um síðustu helgi. Krækjur frá Sauðárkróki spiluðu sína síðustu fimm leiki í 3. deild á Neskaupstað og náðu að knýja fram fjóra sigra en einn leikur tapaðist. Birnur Bombur frá Hvammstanga léku á Ísafirði og Birnur A í Kópavogi.

Með sínum frábæra árangri enduðu Krækjurnar í 2. sæti sem gefur þeim keppnisrétt í 2. deild á næsta ári en þær komu sér upp úr 5. deildinni árið 2016. Þá voru þær færðar upp í 3. deild þar sem verið var að fjölga liðum og fækka deildunum.

Heimild: Feykir.is