Nú er komið að því að gera upp árið 2008 og velja íþróttamann Skagafjarðar. Reynt verður að hafa fyrirkomulagið svipað og síðustu ár og útnefna íþróttamann Skagafjarðar árið 2008 í sérstöku hófi í 29. desember.
Tilnefningar frá aðildarfélögunum þurfa að berast sem fyrst og verður sama form haft á því og undanfarin ár. Samkvæmt því hefur Tindastóll, stærsta félagið innan UMSS, rétt á að tilnefna þrjá íþróttamenn til kjörsins en önnur aðildarfélög UMSS hafa rétt á að tilnefna einn íþróttamann úr sínum röðum. Nöfn íþróttamanna þurfa að berast stjórn UMSS fyrir 10. desember næstkomandi ásamt upplýsingum um helstu afrek s.s. íslandsmeistaratitla, landsliðssæti og önnur afrek sem vert er að geta.
Einnig viljum við byðja ykkur að tilnefna efnilega íþróttamenn.
Hægt er að senda nöfn íþróttamanna og aðrar upplýsingar í pósti á UMSS, Víðigrund 5, eða á netfangið
helgaey@simnet.is
Sérstök nefnd skipuð af stjórn UMSS mun síðan fara yfir nöfnin sem berast og velja úr þeim hópi íþróttamann Skagafjarðar árið 2008.
Með von um skjót og góð viðbrögð
f.h. stjórnar UMSS