Þing Frjálsíþróttasambands Íslands var haldið á Selfossi dagana 16. – 17. mars. s.l þar var Friðrik Steinsson, formaður Frjálsíþróttaráðs UMSS, heiðraður með silfurmerki FRÍ fyrir vel unnin störf í þágu frjálsíþróttanna. Stjórn UMSS óskar Friðrik til hamingju með viðurkenninguna.
Á þinginu var einnig kjörinn nýr formaður FRÍ, Jónas Egilsson og Ásbjörn Karlsson var endurkjörinn formaður laganefndar FRÍ. Jónas hefur verið framkvæmdastjóri sambandsins frá 2010 og gegndi áður formennsku á árunum 1997-2006.